Tómstundastarf barna á Punktinum - beiðni um viðbótarfjármagn

Málsnúmer 2018100214

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 41. fundur - 17.10.2018

Erindi dagsett 9. október 2018 frá Höllu Birgisdóttur umsjónarmanni á Punktinum þar sem lagt er fram yfirlit yfir aðsókn að barnanámskeiðum á Punktinum og jafnframt óskað eftir viðbótarfjármagni til að geta boðið upp á fleiri námskeið til að koma til móts við þau börn sem eru á biðlista.

Frístundaráð þakkar fyrir greinargóða stöðu á yfirliti yfir aðsókn að barnanámskeiðum á Punktinum.



Öflugt frístundastarf í umsjá fagfólks í öruggu umhverfi fyrir börn og unglinga hefur mikið forvarnagildi. Akureyrarbær stefnir að því að verða barnvænt sveitarfélag og því ber okkur skylda til þess að gæta vel að frístundastarfi barna á vegum bæjarins. Aukin eftirspurn eftir plássum og námskeiðum á vegum Punktsins sýnir hve gott starf er unnið og ætti frístundaráð að beita sér fyrir því að auka fjármagn til frístunda barna. Aukið fjármagn til Punktsins, með skírskotun til forvarnagildis þess, er nauðsynlegt til að mæta þeim áskorunum og þörfum sem samfélagið stendur fyrir.

Frístundaráð getur ekki orðið við beiðninni um viðbótarfjármagn en mun hafa hana til hliðsjónar við næstu fjárhagsáætlunargerð. Ráðið ítrekar mikilvægi þess að beiðnir berist tímanlega fyrir gerð fjárhagsáætlunar.