Gjaldskrár fyrir ýmsa þjónustu við eldri borgara

Málsnúmer 2018100167

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 12. fundur - 09.10.2018

Fulltrúar EBAK í stjórn Öldungaráðs, þau Sigríður Stefánsdóttir, Halldór Gunnarsson og Valgerður Jónsdóttir, leggja fram eftirfarandi tillögu;

- Lagt er til að teknar verði saman upplýsingar og samanburður á gjaldskrám fyrir ýmsa þjónustu fyrir eldri borgara sem sveitarfélögin sjá um:

Þetta á m.a. við fyrir heimaþjónustu, seldan mat bæði í félagsmiðstöðvum og heimsendan, tómstundastarf og akstur.

Öldungaráð samþykkir tillöguna og felur starfsmanni ráðsins að umbeðnar upplýsingar verði teknar saman og lagðar fyrir næsta fund ráðsins.
Fylgiskjöl: