Rætt um heilsugæsluþjónustu á Akureyri.
Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) kom á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Andri Teitsson bæjarfulltrúi og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu einnig fundinn undir þessum lið.
Langir biðtímar eftir þjónustu heilsugæslulækna að undanförnu helgast að stórum hluta af mönnunarvanda, að mati Jóns Helga, þ.e. læknar stöðvarinnar eru of fáir. Starfsaðstaða hefur einnig áhrif á hvernig gengur að manna stöður. Nýtt húsnæði fyrir heilsugæslustöð eða -stöðvar á Akueyri er því mikilvægt skref í að bæta þjónustuna að mati forsvarsmanna HSN. Jón Helgi lýsti einnig áhyggjum af fjármögnun starfseminnar þegar horft er til framkomins fjárlagafrumvarps vegna 2019.