Heiðartún 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090302

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 696. fundur - 24.10.2018

Erindi dagsett 19. september 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Baldurs Vigfússonar og Krístínar Margrétar Gylfadóttur óskar eftir að framkvæmdir við grundun húss verði samkv. meðfylgjandi gögnum þ.e. í stað steyptra staura verði gerð jarðvegsskipti á lóðinni. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir umbeðna framkvæmd við grundun. Gert er að skilyrði að gerðar verði hæðarmælingar á nærliggjandi lóðum og götum áður en framkvæmdir hefjast og einnig að þeim loknum. Bent er á að umsækjandi ber fulla ábyrgð á tjóni sem orðið getur af framkvæmdinni utan lóðar.