Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 6. september 2018 var tekin fyrir beiðni frá Brynju Ragnarsdóttur f.h. aðstandenda Guðmundar Jörundssonar og Mörtu Sveinsdóttur sem gáfu Akureyrarbæ listaverkið Harpa bænarinnar árið 1974. Í erindinu er óskað eftir að bæjaryfirvöld láti færa verkið af Hamarkotstúni þar sem það er nú og á sýnilegri stað í bænum.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkti að óska eftir því að umhverfis- og mannvirkjasvið ynni forgangslista yfir viðhald og framkvæmdir við útilistaverk í samvinnu við safnstjóra Listasafnsins á Akureyri.
Forgangslisti lagður fram.