Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 20. ágúst 2018:
Í framhaldi af dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra (nr. E-123/2016) frá 3. apríl 2018 í máli kennara við Lundarskóla liggur fyrir að heildarkostnaður Lundarskóla vegna málsins er kr. 7.038.051. Byggir sú upphæð á kröfuútreikningum, byggðum á bótakröfum og framlagðri matsgerð dómkvaddra matsmanna, málskostnaði og lögfræðikostnaði.
Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.