Ásatún 46 - umsókn um svalalokun

Málsnúmer 2018060530

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 683. fundur - 05.07.2018

Erindi dagsett 20. júní 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd húsfélagsins Ásatún 46, kt. 480317-0410, sækir um leyfi fyrir svalalokunum á allar svalir og verandir hússins nr. 46 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 684. fundur - 13.07.2018

Erindi dagsett 20. júní 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd húsfélagsins Ásatúni 46, kt. 480317-0410, sækir um leyfi fyrir svalalokunum á allar svalir og verandir hússins nr. 46 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomið 10. júlí 2018 afrit frá fundi húsfélagsins Ásatúni 46 ásamt umboðum þar sem eigendur 11 íbúða samþykkja svalalokunina.
Byggingarfulltrúi telur að þessi svalalokun falli undir 3. tölulið B. liðar 41. gr. laga um fjöleignahús og samþykkir erindið.