Prókúruumboð 2018-2022

Málsnúmer 2018060037

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3436. fundur - 12.06.2018

Lögð fram tillaga um prókúruumboð.

Með vísan í 4. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 heimilar bæjarstjórn bæjarstjóra að veita eftirtöldum starfsmönnum Akureyrarbæjar prókúruumboð:

bæjarlögmanni, Ingu Þöll Þórgnýsdóttur, og sviðsstjóra fjársýslusviðs, Dan Jens Brynjarssyni.

Umboðið nær til að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarráðs og/eða bæjarstjórnar þarf til.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að framangreindum aðilum verði veitt prókúruumboð í samræmi við 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Umboðin gilda meðan viðkomandi gegnir tilteknu starfi fyrir Akureyrarbæ þó ekki lengur en til loka núverandi kjörtímabils bæjarstjórnar. Jafnframt eru eldri umboð úr gildi fallin.


Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu.