Saltnesnáma - gerð mótorkrossbrautar

Málsnúmer 2018040297

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 291. fundur - 18.05.2018

Erindi dagsett 25. apríl 2018 þar sem Hermann Erlingsson fyrir hönd Stimpils félagasamtaka, kt. 541217-1850, sækir um leyfi til að útbúa mótorkrossbraut við Saltnesnámu, Hrísey. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum.

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Lagt fram að nýju erindi Hermanns Erlingssonar dagsett 25. apríl, f.h. Stimpils félagasamtaka kt. 541217-1850, þar sem óskað er eftir leyfi til að útbúa mótorkrossbraut við Saltnesnámu í Hrísey. Meðfylgjandi er mynd sem sýnir fyrirhugaða legu brauta. Í aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem efnisnáma og í greinargerð kemur fram að akstur áhugamanna um akstursíþróttir sé heimil á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir ekki að gefið verið út framkvæmdaleyfi í samræmi við umsókn þar sem það væri í ósamræmi við gildandi aðalskipulag. Ráðið gerir þó ekki athugasemd við að svæðið verði nýtt til akstursíþrótta í samræmi við ákvæði aðalskipulagsins.


Fylgiskjöl: