Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, lyfta - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2018040162

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Erindi dagsett 12. apríl 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Stólalyftu ehf., kt. 441217-0210, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Breytingin felst í að auka stærð stjórnstöðvarhúsa úr 30 m² í 50 m² með kjallara samkvæmt meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu, dagsettri 12. apríl 2018, unna af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bent er á að framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn - 3433. fundur - 24.04.2018

17. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 18. apríl 2018:

Erindi dagsett 12. apríl 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Stólalyftu ehf., kt. 441217-0210, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Breytingin felst í að auka stærð stjórnstöðvarhúsa úr 30 m² í 50 m² með kjallara samkvæmt meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu, dagsettri 12. apríl 2018, unna af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar. Bent er á að framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.