Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 25. janúar sl. frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem óskað er upplýsinga um alla samstarfssamninga sem sveitarfélagið á aðild að. Einnig er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og að hvaða leyti. Er þess óskað að upplýsingarnar berist ráðuneytinu eigi síðar en 1. mars nk.
Bæjarráð fól bæjarlögmanni á fundi sínum þann 1. febrúar sl. að taka saman gögn um samstarfssamninga og byggðasamlög og leggja fyrir bæjarráð.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.