Erindi dagsett 18. janúar 2018 þar sem Halldór Jóhannsson fyrir hönd Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til jarðvegsflutnings og landmótunar vegna kvartmílubrautar og öryggissvæðis vestast á akstursíþróttasvæðinu. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 18. apríl 2018 þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar um umhverfismat lægi fyrir. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er dagsett 15. maí 2018. Skipulagsstofnun telur að þær breytingar sem gerðar voru á deiliskipulagi svæðisins árið 2013 og framkvæmdarleyfi til að hefja landmótun og tilfærslur á jarðvegi innan svæðisins kalli ekki á sérstaka málsmeðferð á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum.