Lögð fyrir niðurstaða á verðfyrirspurn vegna mölunar á malbiksbrotum.
Óskað var eftir tilboði í mölun á malbiksafgöngum og íblöndun með klöpp eða grófu grjóti þannig að meðhöndlað efni (malbiksbrot) verði 0 -100 mm að stærð.
Heildarmagn unnins efnis skal vera um 7.000 m³ og skal malarefnið vera 30% og malbiksbrotið 70%.
Þrjú tilboð bárust.
Skútaberg ehf að upphæð kr. 10.818.500 87% af kostnaðaráætlun
GV Gröfur ehf að upphæð kr. 12.880.000 103% af kostnaðaráætlun
Þverárgolf ehf að upphæð kr. 16.840.000 135% af kostnaðaráætlun