Konur upp á dekk!

Málsnúmer 2018010216

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3583. fundur - 18.01.2018

AkureyrarAkademían, Jafnréttisstofa og JCI sproti standa fyrir "Konur upp á dekk! Hagnýt fræðsla og samræðuþing um stjórnmál". Fræðslan er á Akureyri tvo laugardaga, þann 27. janúar og 3. febrúar 2018. Markmiðið er að hvetja konur til þátttöku í stjórnmálum og skapa vettvang þar sem m.a. er hægt að kynna sér stjórnsýsluna, sögu kvenna í stjórnmálum og stöðuna í dag. Einnig verður farið yfir áhrif #MeToo byltingarinnar, siðferði í stjórnmálum og samræðustjórnmál. Fræðsla verður um framkomu og tjáningu, hvernig á að koma sér á framfæri, fundi og fundarsköp og hlutverk samfélagsmiðla þegar kemur að stjórnmálaþátttöku.

Aðstandendur viðburðarins leggja áherslu á að hægt sé að halda kostnaði þátttakenda í lágmarki og óska því eftir styrk frá Akureyrarbæ til að halda fræðsluna.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 100.000.