Fallorka - beiðni um ábyrgð Akureyrarbæjar vegna lántöku

Málsnúmer 2017110183

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3577. fundur - 23.11.2017

Lagt var fram erindi dagsett 15. nóvember 2017 frá Andra Teitssyni framkvæmdastjóra Fallorku ehf þar sem óskað var eftir að Akureyrarbær veitti ábyrgð og veð gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Fallorku ehf í evrum til 15 ára að jafnvirði 650 milljóna króna.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð leggur til að ábyrgðin verði veitt og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3424. fundur - 05.12.2017

8. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 23. nóvember 2017:

Lagt var fram erindi dagsett 15. nóvember 2017 frá Andra Teitssyni framkvæmdastjóra Fallorku ehf þar sem óskað var eftir að Akureyrarbær veitti ábyrgð og veð gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Fallorku ehf í evrum til 15 ára að jafnvirði 650 milljóna króna. Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð leggur til að ábyrgðin verði veitt og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Lögð fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Fallorku ehf, dótturfyrirtæki Norðurorku hf, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð að jafngildi 650.000.000 kr. til 15 ára. Lánið verður veitt í Evrum. Ábyrgð þessi er veitt sbr. heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og veitir sveitarstjórnin lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til byggingar nýrrar virkjunar í Glerá, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku/Fallorku til að selja ekki eignarhlut sinn í Fallorku til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt.

Fari svo að Akureyrarkaupstaður selji eignarhlut í Fallorku til annarra opinberra aðila, skuldbindur Akureyrarkaupstaður sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Jafnframt er Andra Teitssyni veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Fallorku ehf og Akureyrarkaupstaðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.