Erindi dagsett 26. október 2017 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni fyrir hönd Hestamannafélagsins Léttis, kt. 430269-6749, þar sem óskað er eftir að hámarkshraði ökutækja verði lækkaður í 30 km á klukkustund við hesthúsin í Breiðholtshverfi og Hlíðarholtshverfi til að draga úr slysahættu. Skipulagsráð óskaði eftir umsögn deildafundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs á fundi 15. nóvember 2017. Erindið var tekið fyrir á deildafundi þann 21. nóvember 2017. Tekið var jákvætt í að götur innan hesthúsahverfanna verði með 30 km hámarkshraða. Gera þarf hraðamælingar fyrir og eftir tilvonandi breytingar.