Þar sem sviðsstjóri skipulagssviðs mun láta af störfum að eigin ósk fyrri hluta næsta árs, þarf að taka ákvörðun um auglýsingu starfsins. Sviðsstjóri er jafnframt skipulags- og byggingarfulltrúi, og þarf að huga að framtíðarskipan þess starfs. Það er mat sviðsstjóra að skipta beri starfi skipulags- og byggingarfulltrúa upp, þar sem þetta eru ólík störf sem krefjast ólíkrar þekkingar. Það eykur jafnframt valmöguleika í starf skipulagsfulltrúa, sem þarf þá ekki að hafa réttindi til að skila inn aðaluppdráttum fyrir byggingarleyfi.