- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
- Persónuverndarstefna Akureyrarbæjar
Bæjarstjórn Akureyrar skorar á stjórnvöld, fjármálaráðherra og ekki síst tilvonandi þingmenn að beita sér fyrir breytingu á núgildandi lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara. Í núgildandi lögum er kveðið á um að jöfnun á flutningskostnaði nái ekki til eldsneytis vegna millilandaflugs. Staðan er því sú að flugvélaeldsneyti vegna millilandaflugs er mun dýrara á Akureyri og Egilsstöðum en í Keflavík og Reykjavík. Unnið hefur verið að því um árabil að koma á millilandaflugi til Akureyrar og áhugi flugrekstraraðila á því hefur aukist. Ljóst er að verð á eldsneyti getur skipt sköpum í því að þetta verði að veruleika og því afar mikilvægt að nú þegar verði tryggt að verð á flugvélaeldsneyti til notkunar í millilandaflugi sé það sama á öllum alþjóðaflugvöllum landsins. Hér er um byggðasjónarmið að ræða sem skiptir miklu máli við að styðja við og efla byggð í landinu. Það er ljóst að með því að fjölga gáttum inn í landið má jafna fjölda ferðamanna um landið og fjölga þeim ferðamönnum sem koma aftur, en þá á aðra staði en suður- og vesturhluta landsins. Þetta er ekki síður mikilvægt í ljósi þess að dvalartími ferðamanna hefur styst og ein afleiðing þess virðist vera fækkun gistinátta á Norðurlandi. Með tilkomu Flugþróunarsjóðs átti að veita flugfélögum styrki til að hefja millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða en eins og staðan er nú fer megnið af áætluðum styrk til jöfnunar á eldsneytisverði sem aldrei var ætlunin í upphafi. Það er því ófrávíkjanleg krafa bæjarstjórnar að jöfnun á flutningskostnaði á flugvélaeldsneyti verði að veruleika sem allra fyrst.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.