Krókeyrarnöf 25 - fyrirspurn vegna undanþágu frá deiliskipulagi

Málsnúmer 2017060112

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Erindi dagsett 16. júní 2017 þar sem Kollgáta ehf. fyrir hönd Gunnars Kristjáns Jónssonar leggur inn fyrirspurn um undanþágu frá ákvæðum í greinargerð deiliskipulags fyrir hús nr. 25 við Krókeyrarnöf. Húsið er eina húsið í götunni sem fellur undir húsagerð C2 Einbýlishús og vinnustofa. Í sérákvæðum fyrir húsið á bls. 9 segir, undir liðnum - Hönnun húsa og lóða- "Bygging skal vera steinsteypt, þ.e. ásýnd og heildaryfirbragð skal einkennast af steinsteyptum flötum, þó er leyfilegt að nota önnur efni í útveggjaklæðningu að hluta". Óskað er eftir leyfi til að klæða allt húsið með svartri timburklæðningu. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem það er ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulags, og öðrum sambærilegum erindum í hverfinu hefur verið synjað á þeim forsendum.