Á síðasta fundi fræðsluráðs þann 12. júní 2017 var úrbótaáætlun Akureyrarbæjar og úrbótaáætlanir grunnskóla Akureyrarbæjar lagðar fram til kynningar en þær voru sendar til samstarfsnefndar þann 1. júní 2017.
Á 67. fundi samstarfsnefndar sveitarfélaga og félags grunnskólakennara var óskað eftir samantekt BKNE um stöðu og verklag við vinnu vegna Bókunar I í grunnskólum á Akureyri.
Samstarfsnefnd sveitarfélaga og félags grunnskólakennara bókaði á fundi sínum þann 23. júní 2017 eftirfarandi:
Samstarfsnefnd hefur nú móttekið greinargerðir frá Akureyrarbæ og BKNE. Vinna við bókun I er lokið og hafa umbótaáætlanir og lokaskýrsla borist frá Akureyrarbæ.
Samantekt BKNE lögð fram til kynningar.