6. liður í fundargerð fræðsluráðs dagsett 22. maí 2017:
Vegna væntanlegrar 5 ára leikskóladeildar í Glerárskóla þarf að framkvæma breytingar. Um er að ræða uppsetningu opnanlegs milliveggjar í einu kennslurými, niðurrif sviðspalls í öðru ásamt dúklagningu og endurnýjun innréttinga.
Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 4 milljónir króna.
Á minnisblaði sem lagt var fyrir fundinn hljóðaði áætlun upp á 3 milljónir króna. Eftir vettvangsskoðun í Glerárskóla með fulltrúum umhverfis- og mannvirkjasviðs að morgni 22. maí 2017 var það mat að áætlaður kostnaður vegna framkvæmda yrði um 4 milljónir króna. Fræðsluráð óskar eftir auka fjárveitingu að upphæð 4 milljónir króna vegna framkvæmdanna og vísar erindinu til bæjarráðs.
Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið auk Dans Jens Brynjarssonar sviðsstjóra fjársýslusviðs.