Þroskahjálp - erindi frá stjórn skólanefndar Þroskahjálpar NE

Málsnúmer 2017030049

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 5. fundur - 06.03.2017

Tvö erindi sem bárust frá stjórn skólanefndar Þroskahjálpar Norðurlands eystra varðandi skóladvöl fatlaðra barna, dagsett 22. febrúar 2017.

Fyrra erindið varðaði skilgreindan kennslustundafjölda barna í sérdeild.

Síðara erindið fjallaði um sjúkrakennslu barna í sérdeild á heimili þeirra.
Varðandi fyrra erindið:

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum m.a. svari mennta- og menningarráðuneytisins til skólastjóra Giljaskóla, dagsett 31. mars 2016, telur fræðsluráð að verið sé að fullnægja kröfum um kennslustundafjölda barna í sérdeild.



Varðandi síðara erindið:

Fræðsluráð telur málið þess eðlis að mikilvægt sé að skoða það betur m.a. út frá gildandi reglugerð um sjúkrakennslu og hefur því óskað eftir að málefnið verði sérstaklega tekið upp á vettvangi Grunns, félags stjórnenda á skólaskrifstofum í apríl næstkomandi.





Kristján Ingimar fór af fundi undir 4. lið kl. 15:47.
Áshildur Hlín vék af fundi undir 4. lið kl. 15:55.

Fræðsluráð - 10. fundur - 22.05.2017

Erindi frá stjórn skólanefndar Þroskahjálpar dagsett 22. febrúar 2017 er varðar viðmiðunarstundaskrá unglinga í sérdeild Giljaskóla.
Erindið var afgreitt á fundi fræðsluráðs þann 6. mars sl. Svarbréf dagsett 10. mars 2017 var sent á heimilisfang Þroskahjálpar í Kaupangi.

Fræðsluráð harmar að bréfið skuli ekki hafa borist í réttar hendur.