Íþróttir og hreyfing í vetrarfríi

Málsnúmer 2017020087

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 3. fundur - 23.02.2017

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram tillögu um að veita grunnskóla- og framhaldsskólanemendum frían aðgang í einn dag að skíðasvæðinu Hlíðarfjalli og sundlaugum Akureyrar í vetrarfríi skóla á Akureyri í mars 2017, líkt og var gert í febrúar 2016.
Frístundráð fagnar framkominni tillögu og samþykkir að um árlegan viðburð sé að ræða.

Frístundaráð - 23. fundur - 01.02.2018

Deildarstjóri íþróttamála lagði til að grunnskóla- og framhaldsskólanemendum verði veittur frír aðgangur í einn dag að Skíðastöðum Hlíðarfjalli og einn dag í Sundlaugum Akureyrar í vetrarfríi skóla á Akureyri í febrúar 2018, líkt gert hefur verið undanfarin tvö ár.
Frístundaráð samþykkir tillögu deildarstjóra íþróttamála og felur honum framkvæmd og að þetta verði vel auglýst.

Frístundaráð - 26. fundur - 01.03.2018

Lagt fram til kynningar hvernig tókst til að bjóða grunnskólanemendum á Akureyri í sund og á skíði í vetrarfríi nemenda í febrúar 2018.