Samstarfshópur um framtíðarsýn fyrir skólastarf á Glerárskólareit

Málsnúmer 2017010573

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 3. fundur - 06.02.2017

Breytingar hafa orðið á hópnum sem formlega var settur á laggirnar í febrúar 2015.

Í stað Bjarka Ármanns Oddssonar fyrrverandi formanns skólanefndar kemur Dagbjört Elín Pálsdóttir núverandi formaður fræðsluráðs.

Samstarfshópurinn er því þannig skipaður:

Dagbjört Elín Pálsdóttir fulltrúi S-lista og formaður fræðsluráðs

Preben Jón Pétursson fulltrúi Æ-lista

Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs

Fulltrúi umhverfis- og mannvirkjasviðs.



Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri, starfsmenn á fræðslusviði eru starfsmenn hópsins.