Munkaþverárstræti 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120141

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 615. fundur - 12.01.2017

Erindi dagsett 20. desember 2016 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Kristins Péturs Magnússonar sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 3 við Munkaþverárstræti. Sótt er um að breyta stiga á milli hæða og innra skipulagi á 2. hæð. Meðfylgjandi er teikning eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 620. fundur - 16.02.2017

Erindi dagsett 20. desember 2016 og nýtt erindi dagsett 15. febrúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Kristins Péturs Magnússonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 3 við Munkaþverárstræti. Sótt er um að breyta stiga á milli hæða, innra skipulagi á 2. hæð og viðbyggingu við norðurhlið vestan anddyris. Meðfylgjandi er teikning eftir Valþór Brynjarsson. Innkomin ný teikning 15. febrúar 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Skipulagsráð - 277. fundur - 15.11.2017

Erindi dagsett 24. október 2017 þar sem Kristinn P. Magnússon sækir um að breyta íbúðarhluta kjallara húss nr. 3 við Munkaþverárstræti í atvinnuhúsnæði til útleigu með rekstrarleyfi.
Skipulagsráð hafnar því að íbúðin verði skilgreind sem atvinnuhúsnæði innan íbúðasvæðis þar sem það er í ósamræmi við aðalskipulag.