2. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 15. desember 2016:
Erindi dagsett 30. nóvember 2016 frá Konráði Gylfasyni framkvæmdastjóra Íshokkísambands Íslands þar sem óskað er eftir styrkjum frá Akureyrarbæ vegna heimsmeistaramóts kvenna sem verður á Akureyri 27. febrúar til 5. mars 2017.
Íþróttaráð samþykkir óskir Íshokkísambands Íslands um aðgang að sundlaugum Akureyrar og Hlíðarfjalli.
Íþróttaráð felur framkvæmdastjóra í samstarfi við Skautafélag Akureyrar að skoða ósk um kostnað við leigu, breytingar á húsnæði og rekstur skautahallarinnar á meðan á mótinu stendur.
Íþróttaráð vísar öðrum óskum um aðkomu bæjarins að mótinu til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.