Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 17. nóvember sl.
Erindi dagsett 7. nóvember 2016 frá Guðmundi Hannessyni fyrir hönd Stjórnar Ey-LÍV (Landsamband Íslenskra Vélsleðamanna Eyjafjarðardeild www.liv.is) þar sem óskað er eftir því við Akureyrarbæ að teknar verði upp formlegar viðræður um breytingu á Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað þess eðlis að ökumönnum vélsleða verði heimilt að keyra stystu leið á bensínstöð og stystu leið úr bænum í framhaldi.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.