Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, lagði fram og kynnti erindi frá Velferðarráðuneytinu um undirbúning að tilraunaverkefni um breytt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Í erindi er leitað eftir áhugasömum heimilum til þátttöku í verkefninu, sem er á vinnslustigi, og hefur ÖA lýst áhuga á að taka þátt í verkefninu og nánari útfærslu þess.
Greindi framkvæmdastjóri frá nokkrum þáttum sem skýra þarf og útfæra s.s. varðandi samningagerð, leigu, einstaklingsbundna þjónustu ofl.