Innanlandsflugið sem almenningssamgöngur

Málsnúmer 2016060032

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3394. fundur - 07.06.2016

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskaði eftir umræðu um innanlandsflugið sem almenningssamgöngur.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á ríkisstjórn Íslands að taka til skoðunar niðurgreiðslu- og jöfnunarkerfi í innanlandsflugi. Í þessu sambandi er bent á leið sem farin hefur verið í Skotlandi til að koma til móts við íbúa sem treysta á flugsamgöngur á strjálbýlli svæðum landsins. Þessi leið sem gengur undir nafninu Air Discount Scheme for the Highlands and Islands veitir íbúum með lögheimili á ákveðnum svæðum rétt til 50% afsláttar af fargjöldum hjá flugfélögum sem taka þátt í verkefninu.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.