Lögð fram drög að samantekt um reynslu af sumarlokunum á tímabundnum rýmum á árinu 2016.
Samantektin er unnin af Þórdísi Ingu Þorsteinsdóttur félagsráðgjafa sem mætt er á fundinn undir þessum lið.
Megin niðurstöður eru að góð reynsla varðandi mönnun og nýtingu mannafla, sé af sumarlokun að mati þeirra sem rætt var við. Lokunin hefur áhrif, en ekki afgerandi áhrif á notendur eða aðstandendur þeirra, en hefur meiri áhrif á samstarfsaðila s.s. SAk, HSN og heimaþjónustu bæjarins. Fram komu áhyggjur af hvort áhrif yrðu meiri eða önnur ef framhald verði á sumarlokunum.
Friðný B. Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu mætti á fundinn undir þessum lið.