Bjarnarkló á Akureyri

Málsnúmer 2015080046

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 106. fundur - 18.08.2015

Tekið fyrir erindi frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem vakin er athygli á útbreiðslu risahvanna á Akureyri.
Umhverfisnefnd lítur málið alvarlegum augum og mun fara í að stemma stigu við útbreiðslu plöntunnar í bæjarlandinu. Allar tegundir risahvanna eru á A-lista reglugerðar um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda (reglugerð 583/2000 og breytingarreglugerð 505/2011 sjá: http://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/umhverfisraduneyti/nr/4443). Tegundir á A-lista er óheimilt að flytja til landsins og rækta hérlendis. Lóðareigendur eru hvattir til að uppræta plöntuna ef hún finnst í þeirra görðum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 12. fundur - 02.06.2017

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála lagði fram yfirlit yfir ágengar plöntur í bæjarlandinu.

Einnig fór hann yfir stöðuna á verkefni sem miðar að því að hefta útbreiðslu skógarkerfils, lúpínu og bjarnarklóar ásamt áætluðum kostnaði við útrýmingu.