Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Halldór Guðmundsson, kynnti hugmyndir og áform um að draga úr starfsemi ÖA yfir sumartíma, s.s. að draga tímabundið úr opnum rýmum vegna hvíldardvala og fullnýta ekki dagþjálfunarrými. Slíkar aðgerðir sem stæðu yfir í 5 vikur sumarið 2016, geta dregið úr launakostnaði vegna sumarafleysinga. Til að halda fullri nýtingu rýma á ársgrunni, mun þurfa að auka nýtinguna (yfirbóka) aðra mánuði ársins. Fjárhagslegur sparnaður gæti numið 2-2,5 millj. kr. en ókostirnir eru óvissa um hvaða áhrif slík aðgerð hefur á notendur, aðstandendur og aðra þætti þjónustukeðjunnar fyrir eldra fólk s.s. heimaþjónustu Akureyrarbæjar.
Ákvörðun um aðgerðir sem þessar þarf að taka núna vegna auglýsinga og ráðninga sumarafleysingafólks.