Á fundi sínum 15. mars 2015 vísaði bæjarráð 4. lið úr fundargerð 66. fundar Hverfisráðs Naustahverfis þann 3. mars 2015 til íþróttaráðs.
Liður úr fundargerð:
Íþróttahús Naustaskóla.
Eins og flestir vita þá á nýtt íþróttahús við Naustaskóla að vera tilbúið á vordögum
árið 2016. Óskar hverfisnefndin eftir því að fá aðgang að íþróttahúsinu fyrir íbúa hverfisins
í 2 klukkustundir á laugardagsmorgnum yfir vetrartímann. Hugmynd frá hverfisnefnd
er að nefndin fái í samstarf við sig foreldrafélög/ráð Naustatjarnar og Naustaskóla
að sjá um þessa tíma og skipulagningu á þeim.
Bæjarráð vísar 2. og 3. lið fundargerðar 66. fundar til framkvæmdadeildar, 4. lið til íþróttaráðs, 1. liður er lagður fram til kynningar í bæjarráði.