Lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun:
Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna fjárframlaga til Háskólans á Akureyri sem koma fram í samþykktum tillögum fyrir 2. umræðu til fjárlaga fyrir árið 2015.
Bæjarráð hvetur stjórnvöld til að leiðrétta og auka framlög til skólans í endanlegu fjárlagafrumvarpi næsta árs til samræmis við hlutfallslega stærð skólans í íslensku háskólasamfélagi. Háskólinn á Akureyri hefur sýnt mikla ráðdeild og farið í erfiðar aðgerðir til að bregðast við skertum fjárframlögum eftir efnahagshrunið. Það getur því ekki talist sanngjarnt að skólinn fái ekki framlag til að viðhalda núverandi starfi né tækfæri til uppbyggingar nú þegar unnt er að bæta við heildarfjármagn í háskólum landsins, eins og fram kemur í tillögum fyrir 2. umræðu um fjárlög 2015.
Bæjarráð samþykkir framlagða bókun.