Samfélags- og mannréttindaráð fór í heimsókn á Jafnréttisstofu. Þar var starfsemin, löggjöf á sviði jafnréttismála og gerð jafnréttisáætlana kynnt. Einnig var fjallað um sameiginleg verkefni á sviði jafnréttismála, m.a. jafnrétti í skólastarfi og aðgerðir til að draga úr kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi. Rætt var sérstaklega um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á árinu 2015.
Fundinn sátu undir þessum lið Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, Ingibjörg Elíasdóttur lögfræðingur og sérfræðingarnir Arnfríður Aðalsteinsdóttir, Bergljót Þrastardóttir og Bryndís Valdemarsdóttir.
Varðandi 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna, hvetur ráðið bæjarstjórn, nefndir, félög og fyrirtæki til að minnast þessara tímamóta með margvíslegum hætti.