Erindi um breytingu á áður samþykktum teikningum af viðbyggingu við Hvannavelli 12 var grenndarkynnt frá 3. nóvember til 1. desember 2014.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Pétur Torfason, Sólvöllum 9, dagsett 24. nóvember 2014.
Bent er á að leyfisveitendur beri fulla ábyrgð á því að endanlegur hljóðstyrkur verði ásættanlegur fyrir nálæga íbúa. Að öðru leyti er ekki gerð athugasemd við tillöguna.
2) Þórólfur Steinar Arnarson og Lilja Ólafsdóttir, Sólvöllum 11, dagsett 28. nóvember 2014.
Byggingaráformum á Hvannavöllum 12 er mótmælt þar sem þau telja að frystiklefi af þessari stærðargráðu eigi ekki heima í bakgarði hjá fólki. Athugasemdin er í níu liðum.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.