Erindi dagsett 15. október 2014 þar sem Sara Svavarsdóttir sækir um leyfi fyrir götulistaverkum í undirgöngum undir Borgarbraut hjá Háskólanum, í strætóskýlum og á rafmagnskössum. Meðfylgjandi eru myndir.
Innkomnar umsagnir:
1) 6. nóvember 2014 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. framkvæmdardeildar bendir á að eigandi undirganga við Borgarbraut er Vegagerðin.
2) 12. nóvember 2014 frá Stefáni Baldurssyni f.h. Strætisvagna Akureyrar sem er mótfallinn hugmyndinni.
3) 25. nóvember 2014 frá Gunnari Helga Guðmundssyni f.h. Vegagerðarinnar sem gerir ekki athugasemdir við beiðnina.
4) 30. janúar 2015 frá Helga Jóhannessyni f.h. Norðurorku þar sem lagst er gegn límmiðum á rafmagnskassa Norðurorku.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir umsögnum framkvæmdadeildar, Norðurorku og Strætisvagna Akureyrar.