- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
- Persónuverndarstefna Akureyrarbæjar
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag svæðisins sem hlotið hefur lögformlega staðfestingu.
Meirihluti skipulagsnefndar tekur undir niðurstöður skýrslu EFLU f.h. Fallorku um að framkvæmdin muni hafa óveruleg umhverfisáhrif.
Því telur meirihluti skipulagsnefndar að ekki sé ástæða til að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
Jón Ingi Cæsarsson S-lista og Edward H. Huijbens V-lista óska bókað:
Að okkar mati er full ástæða til að framkvæma umhverfismat vegna Glerárvirkjunar II.
Ástæður þess eru að okkar mati að:
1) Engar fullnægjandi rannsóknir hafa verið gerðar á rennsli Glerár á virkjunarsvæðinu.
2) Jarðfræði virkjunarsvæðisins er að mestu ókönnuð.
3) Áhrif þess á umhverfi og náttúru að taka bróðurhluta vatnsrennslis úr Glerárgili efra, sem er á náttúruminjaskrá, hafa ekki verið metin.
4) Áhrif framkvæmda á útivist og ferðamennsku hafa ekki verið metin á fullnægjandi hátt.
5) Að safna vatni í þessu magni ofan byggðar á Akureyri, þar sem Glerá rennur neðar um íbúðahverfi, vekur spurningar sem ekki verður svarað án ofangreindra rannsókna.