Lögð fram til kynningar endanleg skipulagsskrá Menningarfélags Akureyrar, greint frá stofnun þess þann 19. júlí 2014 og framvindu málsins. Leikfélag Akureyrar, Menningarfélagið Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurland stofnuðu félagið í sameinginu og skipa hvert einn fulltrúa í stjórn og annan til vara.
Akureyrarbær skipar, skv. skipulagsskrá, einn fulltrúa sem jafnframt er formaður stjórnar og annan til vara.
Fulltrúi Akureyrarbæjar Sigurður Kristinsson var skipaður af bæjarráði á fundi þess þann 10. júlí sl. Varafulltrúi Akureyrarbæjar er Sædís Gunnarsdóttur.
Aðalfulltrúar aðildarfélaganna eru: Arnheiður Jóhannsdóttir, Magna Guðmundsdóttir og Rúnar Þór Sigursteinsson.
Litið er á þrjú fyrstu starfsárin sem tilraunatíma þar sem félögin framselja verkefni sín og skyldur til nýja félagsins samkvæmt samningum sem þau gera við Akureyrarbæ.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar stofnun félagsins og óskar stjórn og starfsmönnum velfarnaðar í mikilvægu þróunarstarfi framundan.