Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri mætti á fundinn undir þessum lið og lagði ásamt formanni stjórnar Akureyrarstofu, fram tillögu um ráðningu starfsmanns sem leysa mun framkvæmdastjóra Akureyrarstofu af í námsleyfi frá ágúst 2014 til ágúst 2015. Umsækjendur um starfið voru 19. Ráðningarferlið var unnið með aðstoð Capacent ráðninga. Bæjarstjóri og fyrrverandi formaður stjórnar Akureyrarstofu tóku viðtöl við þá 5 umsækjendur sem fremst töldust standa. Nýr formaður stjórnar Akureyrarstofu og bæjarstjóri tóku svo að lokum viðtöl við þá 3 umsækjendur sem þá stóðu eftir. Niðurstaðan er sú að leggja til að Skúla Gautasyni verði boðin afleysingarstaða framkvæmdastjóra Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna.