1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. júlí 2014:
Erindi dagsett 6. júní 2014 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Flugfélags Íslands, óskar eftir stækkun á byggingarreit fyrir flugskýli 10 á lóð 3a við Eyjafjarðarbraut. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 25. júní 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Tillagan er dagsett 1. júlí 2014 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni hjá HSÁ Teiknistofu.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit vegna stækkunar flugskýlis og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 1. júlí 2014.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.