Erindi sent í tölvupósti dagsettum 28. febrúar 2014 frá Óskari Páli Óskarssyni þar sem hann f.h. Ríkissjóðs Íslands, kt. 540269-6459, óskar eftir að afmörkuð verði lóð undir byggingar einangrunarstöðvar fyrir nautgripi fastanúmer 215-6367 og 215-6369 og gefinn út lóðarsamningur um lóðina (sjá meðfylgjandi uppdrátt). Enginn lóðarsamningur er í gildi en til stendur að selja umræddar eignir.
Bæjarráð samþykkti á fundi 8. maí 2014 að afmörkuð skildi lóð um eignirnar en ákvörðun um forkaupsrétt á byggingunum yrði tekin þegar fyrir lægju tilboð eftir útboð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsstjóra að útbúa afmörkun lóðarinnar í samræmi við innsenda tillögu og felur verkefnastjóra fasteignaskráningar að gefa út lóðarsamning sem síðar verði þinglýstur.