Norðurgata - bílaumferð við vörulosun Hagkaupa

Málsnúmer 2014050048

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 180. fundur - 28.05.2014

Erindi dagsett 6. maí 2014, frá íbúum við Norðurgötu 53 og 60 varðandi ónæði frá bílaumferð við vörulosun Hagkaupa við Norðurgötu.
1) Óskað er eftir að bannað verði að leggja bílum í botnlanga Norðurgötu.
2) Óskað er eftir að aðkoma vöruflutningabifreiða verði skoðuð þar sem mikið ónæði er frá vörulosuninni m.a. vegna lengri opnunartíma verslunarinnar, því oft á tíðum bíða bílar í götunni þannig að íbúar eiga erfitt með að leggja bílum sínum.







Haft var samband við forsvarsmenn Hagkaupa sem munu bregðast við athugasemdunum með því að setja upp skilti sem banna bifreiðastöður söluaðila við suðurenda verslunarinnar og að öryggisvörður verslunarinnar sjái til þess að bílar sem bíði losunar loki ekki götunni fyrir eðlilegri umferð. Einnig er gert ráð fyrir að umferðarflæði bifreiða vegna vörulosunar verði frá vestri til austurs en ekki öfugt.