Erindi dagsett 10. apríl 2014 frá Árna Grétari Árnasyni þar sem hann f.h. Rarik ohf., kt.520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á dreifikerfi Rarik frá Rangárvöllum að og í Kjarnaskógi samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Um er að ræða eftirfarandi breytingar:
1) Lagningu jarðstrengs frá lóð Sólskóga að núverandi línu norðan við Hamra.
2) Að afleggja loftlínu frá Rangárvöllum að tengistað jarðstrengsins.
3) Að afleggja loftlínu, sem nú liggur yfir Kjarnaskóg, frá tengistað jarðstrengsins inn í land Hvamms.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við breytingar á dreifikerfi Rarik, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu taka mið af aðstæðum svæðisins og unnar þannig að jarðrask verði sem minnst. Samráð skal haft við framkvæmdadeild um endanlegan frágang jarðstrengsins, niðurif á línu og um yfirborðsfrágang eftir framkvæmdirnar.