Erindi dagsett 16. desember 2013 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Isavia ohf., kt. 550210-0370, sækir um framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsframkvæmda við nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli við Eyjafjarðarbraut.
Í bréfi Skipulagsstofnunar dagsettu 5. janúar 2012 um matskyldu framkvæmdarinnar vegna gerð flughlaðs við Akureyrarvöll, kemur fram að það sé niðurstaða stofnunarinnar að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna jarðvegsframkvæmda við nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:
Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.
Skipulagsnefnd tekur undir niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matskyldu framkvæmdanna þar sem ítrekað er mikilvægi þess að ISAVIA og aðrir sem að framkvæmdinni koma viðhafi þá verktilhögun og mótvægisaðgerðir sem kynntar hafa verið við meðferð málsins og vöktun á aðgerðum og áhrifum.
Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".