Naustatangi 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013080178

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 163. fundur - 28.08.2013

Erindi dagsett 21. ágúst 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Slippsins Akureyri ehf., kt. 511005-0940, óskar eftir framkvæmdaleyfi til þess að framlengja grjótgarð og uppfyllingu austan við núverandi athafnasvæði fyrirtækisins á lóðinni nr. 1 við Naustatanga. Einnig er sótt um leyfi til að reisa opið skýli úr léttri stálgrind, klætt með stáldúk eða bárujárni yfir athafnasvæðið (sjókvína).
Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn Hafnasamlags Norðurlands um uppfyllinguna og framlengingu á grjótgarði. 

Skipulagsnefnd - 170. fundur - 15.01.2014

Erindi dagsett 21. ágúst 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Slippsins Akureyri ehf., kt. 511005-0940, óskar eftir leyfi skipulagsyfirvalda til að framlengja grjótgarð og stækka uppfyllingu austan við athafnasvæði fyrirtækisins við Naustatanga 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Óskað var eftir umsögn Hafnasamlags Norðurlands sem barst með tölvupósti 13. desember 2013.

Fram kemur í svari Hafnasamlagsins eftir skoðun siglingasviðs Vegagerðarinnar á tillögunni að fara þurfi í mótvægisaðgerðir vegna endurkasts öldu frá grjótgarðinum sem muni valda aukinni ókyrrð framan við flotkvína. Einnig er bent á að mjög er þrengt að athafnarými sem dráttarbátarnir hafa til að færa skip í og úr flotkvínni.

Sem mótvægi leggja sérfræðingarnir til að stefnu grjótgarðsins verði breytt og að gerður verði nýr varnargarður norðan flotkvíarstæðis eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti.
Niðurstaða:

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Skipulagsbreytingin skal unnin í samráði við skipulagsstjóra og hafnarstjóra.