- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
- Persónuverndarstefna Akureyrarbæjar
Á undanförnum árum hefur Akureyrarbær byggt upp mjög góða aðstöðu til knattspyrnu-iðkunar. Má þar helst nefna Bogann, yfirbyggðan gervigrasvöll í fullri stærð, sem kostaði um 1,3 milljarða, nýr völlur og 1000 manna stúka á Þórsvelli, sem kostaði um 1,1 milljarða, 700 sæta stúka á Akureyrarvelli var endurbyggð og aðstaða löguð fyrir um 110 mkr.
Þann 19. júní sl. var svo vígður gervigrasvöllur í fullri stærð á KA-svæðinu fyrir um 260 mkr. allt á verðlagi júní 2013. Einnig hafa verið gerðir hefðbundnir gervigrasvellir við alla skóla bæjarins á árunum 2004-2009, nema í Hrísey og Grímsey, fyrir um 300 mkr á verðlagi júní 2013.
Það er því ljóst að byggt hefur verið upp fyrir knattspyrnuiðkun á undaförnum árum fyrir rúma 3 milljarða á verðlagi júní 2013. Áætla má að rekstur þessara mannvirkja kosti um 300 mkr. á ári.
Í gildandi framkvæmdaáætlun bæjarins fyrir árin 2013-2016 er gert ráð fyrir að verja um 750 mkr. til uppbyggingar æskulýðs- og íþróttamála. Í þeirri áætlun er ekki gert ráð fyrir þaki á Þórsstúkuna.