Lífshlaupið

Málsnúmer 2013010148

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 49. fundur - 06.02.2019

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um Lífshlaupið sem er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að fela deildarstjóra íþróttamála að útbúa tilboð í Hlíðarfjall í tengslum við Lífshlaupið. Jafnframt vill ráðið hvetja Akureyringa til þátttöku í Lífshlaupinu.