Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 2015

Málsnúmer 2013010129

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 124. fundur - 17.01.2013

Forstöðumaður íþróttamála kynnti fyrirhugað samstarf Ungmennafélags Akureyrar, Akureyrarbæjar og UMFÍ vegna Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri 2015.

 

Íþróttaráð - 158. fundur - 16.10.2014

Forstöðumaður íþróttamála fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri árið 2015.

 

Íþróttaráð - 161. fundur - 18.12.2014

Lögð fram drög að samningi milli Unglingalandsmótsnefndar 2015 f.h. mótshaldara annarsvegar og Akureyrarbæjar hinsvegar um framkvæmd 18. Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri um verslunarmannahelgina 2015.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð samningsdrög og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3463. fundur - 18.06.2015

Lagður fram viðauki.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

Bæjarráð - 3481. fundur - 05.11.2015

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. október 2015 frá 49. sambandsþingi UMFÍ þar sem bæjarstjórn Akureyrar er þakkað fyrir góða aðstöðu og móttökur, UFA fyrir góða framkvæmd og glæsilega umgjörð á 18. Unglingalandsmóti UMFÍ svo og sjálfboðaliðum fyrir það mikla sjálfboðaliðastarf sem lagt var fram í tengslum við mótið.

Íþróttaráð - 181. fundur - 03.12.2015

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. október 2015 frá 49. sambandsþingi UMFÍ þar sem bæjarstjórn Akureyrar er þakkað fyrir góða aðstöðu og móttökur, UFA fyrir góða framkvæmd og glæsilega umgjörð á 18. Unglingalandsmóti UMFÍ svo og sjálfboðaliðum fyrir það mikla sjálfboðaliðastarf sem lagt var fram í tengslum við mótið.
Íþróttaráð þakkar öllum þeim sem komu að skipulagi og framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri 2015 fyrir góð störf og flott landsmót.