Erindi dagsett 19. desember 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Miðpunkts ehf., kt. 570293-2819, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús á lóð Norðlenska á Oddeyrartanga, landnúmer 149135. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Einnig er sótt um undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1 í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður c.
2. Gr. 6.8.3. Algild hönnun, snyrtingar og baðherbergi.
3. Gr. 6.8.4. Fjöldi og gerð snyrtinga.
4. Gr. 6.8.6. Algild hönnun, búningsherbergi og baðaðstaða á vinnustöðum.
5. Gr. 13.2.1. - 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Einnig er sótt um frest til þess að skila inn brunahönnun.
Innkomnar teikningar 26. mars 2013.